Hækkanirnar nái til allra

Efl­ing - stétt­ar­fé­lag lít­ur þannig á að stefnu­mörk­un vel­ferðarráðherra og Land­spít­al­ans um launa­hækk­un hjúkr­un­ar­fræðinga hljóti að ná til allra starfs­manna Land­spít­al­ans og mun senda er­indi þess efn­is til Land­spít­al­ans, að sögn Sig­urðar Bessa­son­ar, for­manns Efl­ing­ar.

„Starfs­menn inn­an Efl­ing­ar sem vinna hjá Land­spít­al­an­um og á hjúkr­un­ar­heim­il­um eru nán­ast hrein kvenna­stétt, enda yfir 96% þeirra sem sinna þess­um störf­um kon­ur. Efl­ing - stétt­ar­fé­lag lít­ur svo á að vel­ferðarráðherra sé að tala til alls þessa hóps í yf­ir­lýs­ing­um sín­um,“ seg­ir í sam­an­tekt Efl­ing­ar vegna máls­ins, en um það er fjallað í Morg­un­blaðinu í dag.

Að sögn Ernu Ein­ars­dótt­ur, starfs­manna­stjóra Land­spít­al­ans, ligg­ur ekki fyr­ir hversu marg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafa dregið upp­sagn­ir sín­ar til baka. Hún bend­ir þó á að á sum­um deild­um hafi all­ir þeir sem sögðu upp dregið upp­sagn­ir sín­ar til baka. Upp­sagn­ar­frest­ur hjúkr­un­ar­fræðinga rann út á miðnætti í nótt.

Aðspurð seg­ir hún að þeim hjúkr­un­ar­fræðing­um sem draga upp­sagn­ir sín­ar til baka eft­ir að frest­in­um lýk­ur verði tekið opn­um örm­um. Svari þeir eft­ir að frest­ur­inn renn­ur út muni þeir þó ekki fá 60 þúsund króna viðbót­ar­greiðslu fyr­ir nóv­em­ber og des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert