Komin langt á veg vorið 2015?

Stefán Haukur Jóhannesson og Michael Leigh, yfirmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins.
Stefán Haukur Jóhannesson og Michael Leigh, yfirmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins. Utanríkisráðuneytið

„Við höf­um alltaf lagt áherslu á gæði um­fram hraða. Það fer eft­ir því hversu mikl­um ár­angri við náum í að finna lausn­ir í þess­um ákveðnu mál­um sem við þurf­um að tak­ast á við í aðild­ar­viðræðunum. En ég hugsa að á næsta kjör­tíma­bili, að lokn­um kosn­ing­un­um fyr­ir næstu fjög­ur árin, um mitt næsta kjör­tíma­bil þá verðum við kom­in mjög vel á veg. En tím­inn verður að leiða það í ljós og þetta ferli snýst frem­ur um inni­hald og lausn­ir en tíma­mörk.“

Þetta seg­ir Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, aðal­samn­ingamaður Íslands í viðræðunum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið, í viðtali sem birt­ist í gær og í dag á lit­háíska frétta­vefn­um Lit­huania Tri­bu­ne spurður að því hvenær hann telji að Ísland kunni að ganga í sam­bandið og hafa þannig bæði lokið viðræðunum og haldið þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið. Hann seg­ist í viðtal­inu telja að um mitt næsta kjör­tíma­bil, það er um vorið 2015, verði Ísland komið vel á veg í þeim efn­um líkt og áður seg­ir.

Stefán Hauk­ur seg­ist alltaf hafa viljað tala var­lega í þess­um efn­um og ekki viljað gefa nein­ar dag­setn­ing­ar hvenær um­sókn­ar­ferl­inu kynni að ljúka. Hann von­ist þó til þess að á síðasri helm­ingi þessa árs, þegar Lit­há­en fari með for­sætið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, verði hægt að loka sem flest­um af þeim viðræðuköfl­um sem hafi verið opnaðir en af 35 viðræðuköfl­um hef­ur 11 verið lokað og 16 aðrir opnaðir.

Enn­frem­ur er Stefán spurður um af­stöðu al­menn­ings á Íslandi til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og seg­ir hann meiri­hluta þjóðar­inn­ar vera á móti inn­göngu eins og sak­ir standi. Hins veg­ar vilji fleiri klára viðræðurn­ar en hætta þeim. Þá seg­ist hann aðspurður telja að það sem valdið hafi and­stöðu á Íslandi við inn­göngu í sam­bandið hafi ann­ars veg­ar verið Ices­a­ve-deil­an og hins veg­ar efna­hags­ástandið á evru­svæðinu.

Stefán er einnig spurður út í sjáv­ar­út­vegs­mál­in í tengsl­um við viðræðurn­ar við Evr­ópu­sam­bandið og seg­ist hann telja að hægt verði að ná fram sér­lausn vegna fisk­veiða við Ísland sem rúm­ist inn­an sam­eig­in­legr­ar fisk­veiðistefnu sam­bands­ins og án þess að gengið sé gegn grund­vall­ar­regl­um þess. Hann seg­ist telja sam­eig­in­legu stefn­una nógu sveigj­an­lega til þess að hægt verði að koma til móts við hags­muni Íslands.

Frétt Lit­huania Tri­bu­ne

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert