Segjast eiga heima í auðum íbúðum

Tryggingastofnun hefur takmarkaðar heimildir til að leita upplýsinga þegar grunur …
Tryggingastofnun hefur takmarkaðar heimildir til að leita upplýsinga þegar grunur vaknar um bótasvik. mbl.is/Árni Torfason

Dæmi eru um að fólk skrái sig til heim­il­is í auðum íbúðum í þeim til­gangi að svíkja bæt­ur út úr al­manna­trygg­inga­kerf­inu. Þá eru dæmi um að fólk flytj­ist utan en fái áfram bæt­ur hér á landi sem það á ekki rétt á. Trygg­inga­stofn­un hef­ur tak­markaðar heim­ild­ir til að afla upp­lýs­inga ef grun­ur vak­ar um svik.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um eft­ir­lit Trygg­inga­stofn­un­ar með bóta­svik­um. Í skýrsl­unni seg­ir að bóta­svik séu helst til­kom­in vegna þess að greiðsluþegar og um­sækj­end­ur um bæt­ur veita rang­ar upp­lýs­ing­ar, t.d. um bú­setu, hjú­skap­ar­stöðu og tekj­ur. Að mati Trygg­inga­stofn­un­ar er al­geng­ast að sami mark­hóp­ur mis­noti al­manna­trygg­inga­kerfið. Einkum sé um að ræða for­eldra sem skrái sig sem ein­stæða þótt þeir búi í raun með barns­feðrum/​mæðrum sín­um eða sam­býl­ing­um sem skrá lög­heim­ili rangt í þjóðskrá. Einnig eigi í hlut ein­stak­ling­ar sem fái greidda heim­il­is­upp­bót, mæðra‐ eða feðralaun og aðrar greiðslur, s.s. húsa­leigu­bæt­ur og barna­bæt­ur, þótt þeir búi með öðrum ein­stak­lingi, t.d. full­orðnum börn­um eða sam­býl­ingi sem er ekki skráður með lög­heim­ili á sama stað.

Þar sem íbú­ar eru ekki skráðir á fast­eigna­núm­er í þjóðskrá get­ur verið tor­velt að sjá tengsl þeirra við aðra sem raun­veru­lega búa með þeim, í þeim til­vik­um sem þeir eru sjálf­ir rétt skráðir. Dæmi eru t.d. um að auðar íbúðir séu skráðar sem lög­heim­ili. Þá eru dæmi um að greiðsluþegar flytj­ist bú­ferl­um til annarra landa án þess að til­kynna það til Þjóðskrár Íslands og eru því rang­lega skráðir með lög­heim­ili á Íslandi.

Trygg­inga­stofn­un hef­ur tak­markaðar heim­ild­ir til að rann­saka mál

Trygg­inga­stofn­un hef­ur heim­ild til að aflað per­sónu­upp­lýs­inga frá Rík­is­skatt­stjóra, líf­eyr­is­sjóðum, At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, Vinnu­mála­stofn­un og sam­bæri­leg­um stofn­un­um er­lend­is. Trygg­inga­stofn­un hef­ur ekki heim­ild til að afla upp­lýs­inga frá Útlend­inga­stofn­un og hún hef­ur tak­markaðar heim­ild­ir til að afla upp­lýs­inga frá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna. Dæmi eru um að fyrr­ver­andi náms­menn skrái lög­heim­ili sitt hér á landi þótt þeir vinni er­lend­is og afli sér þannig rétt­inda sem þeir eiga ekki til­kall til.

Trygg­inga­stofn­un hef­ur held­ur ekki heim­ild til að óska upp­lýs­inga frá aðilum utan rík­is­kerf­is­ins, s.s. fjár­mála­fyr­ir­tækj­um eða sveit­ar­fé­lög­um. Leik­skól­ar búa t.d. yfir upp­lýs­ing­um um hvort til­tekið barn sé þar í vist­un og þar með hvort fjöl­skyld­an búi á land­inu. Í skýrsl­unni seg­ir að leik­skól­ar gætu þeir veitt upp­lýs­ing­ar um hvort báðir for­eldr­ar sækja barn. Þetta geti rennt stoðum und­ir grun um sam­búð, sér í lagi ef ann­ar aðil­inn er með lög­heim­ili í öðrum lands­hluta.

Þá gætu heim­ild­ir Trygg­inga­stofn­un­ar til að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um fjölda starfs­manna á vinnu­stöðum og hverj­ir vinna þar skipt máli við ákvörðun bóta. Stofn­un­in hef­ur fengið ábend­ing­ar um að á vinnu­stöðum starfi fleiri en gefið er upp en þeir sem stunda svarta vinnu eru oft einnig á bót­um hjá stofn­un­inni. Þá myndi það efla eft­ir­lit Trygg­inga­stofn­un­ar ef hún gæti kannað fjár­hags­lega stöðu greiðsluþega og önn­ur atriði sem máli skipta við ákvörðun bóta­greiðslna að sama marki og syst­ur­stofn­an­ir henn­ar á Norður­lönd­um.

Trygg­inga­stofn­un hef­ur í gegn­um tíðina látið hlutaðeig­andi ráðuneyti í té til­lög­ur að laga­breyt­ing­um sem myndu auka heim­ild­ir henn­ar til upp­lýs­inga­öfl­un­ar en án ár­ang­urs hingað til, að því er kem­ur fram í skýrsl­unni. Árið 2012 vann stofn­un­in drög að nýj­um eft­ir­lit­skafla vegna end­ur­skoðunar á al­manna­trygg­inga­lög­un­um en vel­ferðarráðuneytið hef­ur ekki enn tekið af­stöðu til til­lagn­anna.

Trygg­inga­stofn­un­in hef­ur mun tak­markaðri heim­ild­ir til að afla per­sónu­upp­lýs­inga um greiðsluþega og um­sækj­end­ur um bæt­ur en syst­ur­stofn­an­ir henn­ar í Dan­mörku, Nor­egi og Svíþjóð.

BBC með dag­leg­an sjón­varpsþátt um bóta­svik

Að mati trygg­inga‐ og vinnu­mála­stofn­un­ar Bret­lands (Depart­ment of Work and Pensi­on – DWP) mátti rekja 2% af heild­ar­út­gjöld­um bóta­greiðslna til bóta­svika og mistaka árin 2011‒12, þar af 0,7% til bóta­svika, 0,8% til mistaka greiðsluþega og 0,5% til mistaka stofn­un­ar­inn­ar sjálfr­ar.

Bresk stjórn­völd eru tal­in standa framar­lega í bar­áttu við bóta­svik og mis­tök við bóta­greiðslur enda hafa þeir lengi beitt mark­viss­um aðgerðum til að sporna við þeim.

Þess má geta að BBC held­ur út sjón­varpsþætti sem sýnd­ur er dag­lega, en þar er fjalla um bóta­svik og fylgst er með þeim sem rann­saka svik­in og hvernig þeir fletta ofan af svik­un­um. Ekki er óal­gengt að þeir sem upp­vís­ir verða um um­fangs­mik­il bóta­svik séu dæmd­ir í nokk­urra ára fang­elsi í Bretlandi.

Ætla má að bótasvik í almannatryggingakerfinu hafi numið allt að …
Ætla má að bóta­svik í al­manna­trygg­inga­kerf­inu hafi numið allt að 3,4 millj­örðum króna árið 2011. mbl.is/​Golli
Dæmi um bótasvik eru þegar fólk gefur upp rangar upplýsingar …
Dæmi um bóta­svik eru þegar fólk gef­ur upp rang­ar upp­lýs­ing­ar til að fá greidd­ar barna­bæt­ur. mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert