Starfsáætlun þingsins skyndilega breytt

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, fyrir miðju.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, fyrir miðju. mbl.is/Ómar

„Þetta var ákveðið bara í gær án samráðs við stjórnarandstöðuna sem mótmælti þessu harðlega,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Fundur verður á Alþingi í dag frá 10:30 til 15.00 þrátt fyrir að upphaflega hafi ekki verið gert ráð fyrir þingfundi í dag.

Einungis eitt mál er á dagskrá fundarins en það er framhald annarrar umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Aðspurður segir Gunnar Bragi að þessi skyndilega breyting á starfsáætlun þingsins hafi vissulega sett áætlanir margra þingmanna í uppnám sem hafi í kjölfarið þurft að breyta öðrum fundum eða valda fjölskyldum sínum vonbrigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert