Stjórnlagaráðsmenn stofna Lýðræðisvaktina

mbl.is/Hjörtur

„Það er ekki mikið um þetta að segja að sinni nema bara að það verður fírað í þessu næstu daga,“ seg­ir Lýður Árna­son, lækn­ir og fyrr­ver­andi stjórn­lagaráðsmaður, í sam­tali við mbl.is en nýtt fram­boð til Alþing­is verður sett á lagg­irn­ar á næst­unni und­ir heit­inu Lýðræðis­vakt­in. Lýður var áður í Dög­un en sagði sig úr henni fyr­ir skemmstu.

Fyr­ir utan Lýð standa að fram­boðinu meðal ann­ars Þor­vald­ur Gylfa­son hag­fræðipró­fess­or, Pét­ur Gunn­laugs­son lög­fræðing­ur og út­varps­maður, Örn Bárður Jóns­son prest­ur og Gunn­ar Tóm­as­son hag­fræðing­ur en all­ir áttu þeir sæti í stjórn­lagaráði sem samdi til­lögu að nýrri stjórn­ar­skrá að und­an­skild­um Gunn­ari.

„Þetta er í raun og veru ekki tengt stjórn­lagaráði. Þetta er bara fram­boð um al­menn mál en þetta er nátt­úr­lega fólk úr stjórn­lagaráði sem stend­ur að baki þessu að ein­hverju leyti,“ seg­ir Lýður. Hins veg­ar hafi um­rædd­ir ein­stak­ling­ar unnið sam­an í ráðinu og náð vel sam­an þar „og telja sig vita hvað þurfi að gera í þessu landi.“

Spurður hvort kannað hafi verið með áhuga allra í stjórn­lagaráði með að koma að fram­boðinu seg­ir Lýður að það hafi ekki verið gert enda ljóst að sum­ir hafi eng­an áhuga á því að taka þátt í slíku verk­efni. „En það má segja að það sé búið að viðra þetta við nokkra. En það eru bara sum­ir sem aug­ljós­lega hafa eng­an áhuga á að fara í fram­boð.“

Lýður seg­ir að nýtt fram­boð muni snú­ast um þrjú meg­in­mál, efna­hags­mál­in, stjórn­ar­skrána og „glím­una við hags­munaaðila hér á landi.“ Hann hafi von­ast til þess að Dög­un yrði slíkt fram­boð með breiða skír­skot­un sem laðaði til sín þunga­vigtar­fólk úr þjóðmál­un­um en það hafi ekki orðið raun­in að hans mati.

„Þannig að ég bara yf­ir­gaf þá skútu og vildi þá reyna að koma á lagg­irn­ar fram­boði á öðrum vett­vangi og það er að tak­ast núna. Það er nátt­úr­lega ekki mik­ill tími til stefnu þannig að þetta fer á flug núna næstu daga,“ seg­ir hann.

Lýður Árnason, læknir og fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður.
Lýður Árna­son, lækn­ir og fyrr­ver­andi stjórn­lagaráðsmaður.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert