Vilja banna reykingar við stofnanir

Fjörugar umræður voru um reykingar á bæjarráðsfundi í Kópavogi í …
Fjörugar umræður voru um reykingar á bæjarráðsfundi í Kópavogi í dag.

<div> <div>Bæjarráð Kópavogs samþykkti í dag tillögu frá Ómari Stefánssyni bæjarfulltrúa um að láta skoða hvort hægt sé að setja í lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar bann við reykingum utanhúss við stofnanir í Kópavogi, eins og t.d. heilsugæslu, söfn og sundlaugar.</div> <div>Tillagan var rædd á fundi bæjarráðs í síðustu viku, en var tekin aftur fyrir á fundinum í dag. Tillagan hljóðaði eftirfarandi: „Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að skoða hvort hægt sé að setja í lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar bann við reykingum utanhúss við stofnanir í Kópavogi, eins og t.d. heilsugæslu, söfn og sundlaugar. Jafnframt að athuga hvort möguleiki er á að banna alfarið reykingar í landi Kópavogs.“</div> <div>Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum. Einn bæjarráðsfulltrúi sat hjá.</div> <div>Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun þar sem segir: „Undirritaður telur að bæjarritari/sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hafi nóg annað við sinn tíma að gera.“</div> <div><em><br/></em></div> <div>Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun: „Ég tel ekki skynsamlegt að ganga lengra hvað þetta varðar en önnur sveitarfélög og ríkisstofnanir. Lagatækni mun engu breyta þar um. Í 3. kafla laga nr. 6/2002 er fjallað um takmarkanir á reykingum, en þau lög eru aðgengileg á heimasíðu Alþingis. Ég sé enga ástæðu til þess að setja starfsmenn bæjarins í vinnu við að rýna þessa tillögu Ómars Stefánssonar frekar.“  </div> <div><em><br/></em></div> <div>Ómar Stefánsson minnti á ákvæði laga um tóbaksvarnir þar sem segir: „Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.“</div> </div>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert