Áfangaskipting rædd hjá Samfylkingu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna ræddu stjórnarskrárfrumvarpið á fundum sínum í gærkvöldi.

Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar, var mikil umræða um frumvarpið á þingflokksfundi Samfylkingarinnar.

„Á þessum þingflokksfundi fórum við yfir málið og skoðuðum það frá öllum hliðum. Við veltum fyrir okkur ýmsum möguleikum, m.a. þeim sem kom fram í Feneyjaálitinu, að áfangaskipta, en það varð engin niðurstaða í þá veru,“ segir Össur. Hann bætir við að Árna Páli Árnasyni, formanni flokksins, hafi verið falið umboð til að skoða málið betur og ræða það við aðra stjórnmálaflokka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert