Glæsilegur sigur Gunnars

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Eggert Jóhannesson

Bar­dagakapp­inn Gunn­ar Nel­son vann í kvöld fræk­inn sig­ur á Bras­il­íu­mann­in­um Jor­ge Santiago í UFC en þeir mætt­ust á Wembley Ar­ena í London. Eft­ir erfiða fyrstu lotu hafði Gunn­ar mikla yf­ir­burði í ann­arri og þriðju lotu og voru dóm­ar­ar sam­mála um sig­ur Gunn­ars.

Santiago byrjaði bar­dag­ann bet­ur og náði góðum högg­um á Gunn­ar í fyrstu lotu. Í ann­arri lot­unni vaknaði Gunn­ar hins veg­ar til lífs­ins, náði Santiago niður í gólfið og hélt hon­um þar til loka lot­unn­ar. Það gjör­breytti bar­dag­an­um því Santiago átti litla sem enga orku eft­ir í þriðju og síðustu lot­unni. Veitti Gunn­ar hon­um þá hvert níðþunga höggið á fæt­ur öðru.

Dóm­ar­arn­ir voru sam­mála um sig­ur Gunn­ars, tveir þeirra sögðu hann hafa unnið með 29 stig­um gegn 28 og sá þriðji sagði Gunn­ar hafa unnið með 30 stig­um gegn 27.

Gunn­ar er því enn ósigraður í UFC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert