Hætta á að greiðsluviljinn hverfi

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Sigurgeir S.

Nú er ekki eft­ir neinu að bíða. Leiðrétta verður verðtryggðu lán­in eins og geng­is­tryggðu lán­in. Hætta er á að heim­il­in með verðtryggðu lán­in missi greiðslu­vilj­ann í stór­um stíl á meðan ágrein­ing­ur­inn um lög­mæti þeirra er fyr­ir dóm­stól­um.“

Þetta seg­ir Lilja Móses­dótt­ir alþing­ismaður á face­booksíðu sinni í morg­un vegna frétta­flutn­ings Morg­un­blaðsins í dag um að fram­kvæmd verðtrygg­ing­ar á lán­um hér­lend­is hafi gengið gegn neyt­enda­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins sem fell­ur und­ir EES-samn­ing­inn sem Ísland er aðili að.

„Fara verður pen­inga­milli­færslu­leiðina og taka upp nýkrónu til að klára skulda­upp­gjörið sem hvíl­ir eins og mara á ís­lensku sam­fé­lagi og kem­ur í veg fyr­ir rétt­láta end­ur­reisn sam­fé­lags­ins,“ seg­ir hún enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert