Vilja fund í þingnefnd um verðtryggingu

Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands.
Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son og Pét­ur H. Blön­dal, þing­menn Sjálf­stæðis­flokks í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is, hafa óskað eft­ir fundi í nefnd­inni til að fara yfir álit fram­kvæmda­stjórn­ar ESB á verðtryggðum lán­um.

„Það er mjög mik­il­vægt að það liggi fyr­ir sem allra fyrst hvaða af­leiðing­ar þetta álit hef­ur í för með sér,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá þing­mönn­un­um. Óskað er jafn­framt eft­ir að dr. Maria El­vira Mendez-Pinedo, Arn­ar Krist­ins­son og sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins á þessu sviði komi fyr­ir nefnd­ina.

Fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag að lesa megi út úr svör­um sér­fræðings fram­kvæmda­stjórn­ar ESB í neyt­enda­lög­gjöf að ólög­legt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka til­lit til verðbólgu í ár­legri hlut­fallstölu kostnaðar og heild­ar­lán­töku­kostnaði. Fall­ist EFTA-dóm­stóll­inn á þessa niður­stöðu í próf­mál­um gæti það orðið af­drifa­ríkt á Íslandi.

Það var sér­fræðing­ur­inn Maria Lis­sowska sem svaraði fyr­ir­spurn dr. Mariu El­viru Mendez-Pinedo, pró­fess­ors í Evr­ópu­rétti við Há­skóla Íslands, fyr­ir hönd Tonio Borg, sem fer með heil­brigðis- og neyt­enda­mál í fram­kvæmda­stjórn ESB.

Kjarn­inn í svari Lis­sowsku er, að mati Mendez-Pinedo, að verðtryggðir lána­samn­ing­ar eins og fram­kvæmd­in er á Íslandi stang­ist á við lög um neyt­endalán. Ófrá­víkj­an­legt skil­yrði er að lán­veit­andi upp­lýsi neyt­and­ann um heild­ar­kostnað af lán­töku fyr­ir­fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka