Blæs duglega á vindmyllurnar

Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Steingrímur J. …
Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri vindorku, við Búrfell fyrir helgi þegar vindmyllurnar voru gagnsettar. Ljósmynd/Landsvirkjun

„Þetta hefur allt gengið mjög vel,“ segir Jón Lúðvíksson, vélfræðingur hjá Landsvirkjun, um vindmyllurnar sem settar voru í gang fyrir helgi. Mjög hvasst hefur verið við Búrfell í dag og fór vindurinn upp í 35 m/sek.

Jón segir að vindmyllurnar skili mestu afli þegar vindurinn sé 14-16 m/sek. Í gær hafi þær skilað hámarksafli eða um 1860 kW. Þegar vindur fer upp fyrir 34 metra á sekúndu stöðvast spaðarnir af öryggisástæðum. Jón segir að spaðarnir hafi ekki stöðvast í dag þó að mjög hvasst hafi verið við Búrfell.

Hægt er að fylgjast á heimasíðu Landsvirkjunar með því afli sem vindmyllurnar skila. Þar má sjá í rauntíma afl þeirra, snúningshraða, vindátt og vindhraða. Jón segir að á síðunni sé hægt að fá góðar upplýsingar um veður á hálendinu sem ferðafólk geti nýtt sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert