Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði en hálkublettir eru í Þrengslum. Hálka er víða í nágrenni Selfoss, annars eru vegir á Suðurlandi greiðfærir.
Vegir á Vesturlandi eru að mestu greiðfærir en þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og Svínadal.
Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Gemlufallsheiði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en mokstur stendur yfir. Hálkublettir eru á sunnanverðum Vestfjörðum en þó er þæfingur á Klettshálsi og mokstur stendur yfir.
Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Norðurlandi, víðast aðeins blettir í Húnavatnssýslum en öllu meiri hálka þar fyrir austan.
Á Austurlandi er snjóþekja á Vatnsskarði eystra og á Vopnafjarðarheiði. Hálka á Oddsskarði, Fjarðarheiði og víða inn til landsins. Hálkublettir og éljagangur eru á Fagradal og með ströndinni í Höfn.
Á Suðausturlandi er snjóþekja frá Höfn í Vík. Þæfingur er á Sólheimasandi og um Reynisfjall.