Þæfingur á Suðausturlandi

mbl.is/Ómar
Bú­ist er við stormi syðst á land­inu fram und­ir há­degi. Mjög hvasst hef­ur verið á Suður­landi og fór vind­ur í nótt í um í 33 m/​sek á Stór­höfða í Vest­manna­eyj­um.

Hálka og élja­gang­ur er á Hell­is­heiði og Sand­skeiði en hálku­blett­ir eru í Þrengsl­um. Hálka er víða í ná­grenni Sel­foss, ann­ars eru veg­ir á Suður­landi greiðfær­ir.

Veg­ir á Vest­ur­landi eru að mestu greiðfær­ir en þó eru hálku­blett­ir á Holta­vörðuheiði, Fróðár­heiði og Svína­dal.

Á Vest­fjörðum er hálka eða hálku­blett­ir í Ísa­fjarðar­djúpi en snjóþekja á Gem­lu­falls­heiði. Ófært er á Stein­gríms­fjarðar­heiði og Þrösk­uld­um en mokst­ur stend­ur yfir. Hálku­blett­ir eru á sunn­an­verðum Vest­fjörðum en þó er þæf­ing­ur á Kletts­hálsi og mokst­ur stend­ur yfir.

Það er hálka eða hálku­blett­ir á flest­um veg­um á Norður­landi, víðast aðeins blett­ir í Húna­vatns­sýsl­um en öllu meiri hálka þar fyr­ir aust­an.

Á Aust­ur­landi er snjóþekja á Vatns­skarði eystra og á Vopna­fjarðar­heiði. Hálka á Odds­skarði, Fjarðar­heiði og víða inn til lands­ins. Hálku­blett­ir og élja­gang­ur eru á Fagra­dal og með strönd­inni í Höfn.

Á Suðaust­ur­landi er snjóþekja frá Höfn í Vík. Þæf­ing­ur er á Sól­heimas­andi og um Reyn­is­fjall.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert