Varar við rekaldi í sjónum

Þetta er rekaldið sem Gæslan varar við.
Þetta er rekaldið sem Gæslan varar við. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sá í eftirlitsflugi í fyrradag töluvert stórt krosslaga rekald í sjónum. Það er ca 15x6 metrar á kant og var staðsett um 33 sml VSV af Reykjanesi.

Rekaldið virtist vera með trédekki og bar öll merki flotbryggju af einhverri sort. Miðað við stærð og lögun rekaldsins, og það að það stendur frekar lágt í sjó, er af því veruleg hætta, sérstaklega minni bátum og skipum. Engin umferð var á þessum slóðum en stjórnstöð var upplýst og send verður út siglingaviðvörun.

Í sömu ferð sást í eftirlitsbúnaði skip sem ekki var með kveikt á eftirlitsbúnaði. Haft var samband við skipið og taldi skipstjóri að ekki væri þörf á að vera með kveikt á eftirlitsbúnaði þar sem hann var staðsettur. Stýrimenn LHG upplýstu hann þá um að samkvæmt reglum bæri öllum skipum sem notuð eru í atvinnuskyni að senda AIS-merki frá sér. Kveikti skipstjóri þá strax á búnaði og var brýnt fyrir honum að fylgjast með sendingum. Annars gæti hann átt von á kæru vegna brots á reglugerðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert