Alvarleg staða er komin upp í Vestmannaeyjum þar sem stefnir í lokun skurðstofa þar í sex vikur í sumar.
Barnshafandi konur þurfa að koma sér til Reykjavíkur til að ala barn.
„[...] Þetta snýst ekki aðeins um barnsfæðingar heldur einnig alvarleg slys sem geta orðið á eyjunni,“ segir Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Í bókun er skorað á stjórnvöld að halda skurðstofu opinni allt árið.