Gefanda snérist hugur

Í ljós er komið að efnið í skemmu golf­klúbbs á Suður­nesj­um, sem talið var að hefði verið stolið, var alls ekki stolið.

Um er að ræða ein­ing­ar sem átti að setja sam­an þegar þjófnaður­inn upp­gvötaðist í gær. Málið var þá til­kynnt til lög­reglu. Í morg­un fékkst síðan skýr­ing á mál­inu. 

Golf­klúbbur­inn í Sand­gerði hafði fengið efnið að gjöf en gef­anda hef­ur greini­lega snú­ist hug­ur og sótti efnið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. Mál­inu er þar með lokið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert