Tíu stéttarfélög af þrjátíu á Landspítalanum hafa óskað eftir viðræðum við stjórnendur spítalans um launakjör. Hafa fulltrúar stéttarfélaganna og stjórnendur spítalans fundað margsinnis undanfarna mánuði að sögn starfsmannastjóra á spítalanum.
Að hjúkrunarfræðingum undanskildum hefur eingöngu komið til uppsagna meðal geislafræðinga. Meðal þeirra hafa 40 hafa sagt upp störfum.
Um 85% hjúkrunarfræðinga hafa dregið uppsögn sína til baka eftir að samningar náðust á milli hjúkrunarfræðinga og Landspítalans í síðustu viku.
„Önnur stéttarfélög innan spítalans hafa verið að óska eftir fundum við samstarfsnefnd, bæði fyrir samninginn við hjúkrunarfræðinga og eftir hann,“ segir Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri á Landspítalanum.
Í kjarasamningum segir að ef stéttarfélag óskar eftir að hitta fulltrúa stofnunarinnar á samstarfsnefndarfundi þá hafa stjórnendur tvær vikur til að bregðast við því.
„Við höfum hitt fjölmarga undanfarna mánuði. Það er stór hluti vinnu okkar og það er mikill þungi í þeim viðræðum,“ segir Erna.
Um 4600 starfsmenn starfa hjá spítalanum.