Landspítalinn aflífaður á kvalafullan hátt

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Árni Sæberg

Lækn­ar Land­spít­al­ans skora á stjórn­völd að hætta við áform sín um að taka af lífi Land­spít­ala og heil­brigðis­kerfi Íslands á hæg­an og kvala­full­an hátt. Þetta seg­ir í álykt­un lækn­aráðs sjúkra­húss­ins. Lækn­ir á Land­spít­al­an­um seg­ir mæl­inn full­an og að heil­brigðis­kerfið sé komið fram af bjarg­brún­inni.

Hald­inn var al­menn­ur lækn­aráðsfund­ur lækna sjúkra­húss­ins á föstu­dag­inn þar sem staða heil­brigðis­kerf­is­ins var rædd. Einn þeirra sem sat fund­inn er Sig­urður Guðmunds­son, smit­sjúk­dóma­lækn­ir.

„Ég held að það sé ekki ofsagt að segja að mæl­ir­inn sé orðinn full­ur hvað lýt­ur að niður­skurðinum á Land­spít­al­an­um og í heil­brigðisþjón­ust­unni allri. Mönn­um var tíðrætt um tækja­búnað, launa­mál og álag, en það hef­ur verið óvenju­mikið um inn­lagn­ir að und­an­förnu. Í slíku ástandi er ekk­ert þanþol, það er ekki aðals­merki góðrar heil­brigðisþjón­ustu að þanþolið skuli vera svona lítið,“ seg­ir Sig­urður.

„Svo rædd­um við gangainn­lagn­irn­ar, sem eru ein birt­ing­ar­mynd vand­ans. Við erum að láta bráðveikt fólk liggja á göng­um í björt­um neon­ljós­um, þar sem gest­ir og starfs­fólk eiga leið um. Það er auðvitað al­veg skelfi­legt að þurfa gera þetta við veikt fólk.“

Læknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins.
Lækn­ar á Land­spít­al­an­um hafa mikl­ar áhyggj­ur af stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert