Íslendingarnir byrja vel á Reykjavíkurskákmótinu

Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson er elsti keppandi mótsins. Hann lagði Ólaf …
Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson er elsti keppandi mótsins. Hann lagði Ólaf Gísla Jónsson að velli. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ingibjörg Edda Birgisdóttir, tvöfaldur íslandsmeistari kvenna í skák, byrjaði N1 Reykjavíkurmótið í skák með glæsibrag þegar hún lagði alþjóðameistara af velli sem er tæplega 600 elostigum hærri en hún. Þá náði hinn 15 ára gamli Dagur Ragnarsson eftirtektarverðum árangri þegar hann gerði jafntefli við stórmeistara.   

Alþjóðlega N1 Reykjavíkurskákmótið hófst í Hörpu í kvöld og er hið fjölmennasta í næstum 50 ára sögu mótsins. 228 skákmenn frá 38 löndum taka þátt og þar af 35 stórmeistarar.  

Tinna Kristín Finnbogadóttir gerði jafntefli við þýskan alþjóðameistara og íslensku stórmeistararnir Friðrik Ólafsson, Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen og Þröstur Jóhanna og Jón Gnarr Þórhallsson unnu allir sínar skákir.

Á vefnum skák.is segir að ein alóvæntustu úrslit 1. umferðar hafi verið  jafntefli hins 13 ára Sebastian Mihajlov frá Noregi við kínverska ofurstórmeistarann Ding Liren, sem hefur um 650 stigum meira en Norðmaðurinn ungi.Ding Liren var sýnilega brugðið í lok skákarinnar, en hann er næststigahæsti skákmaður Kínverja, sem eru risaveldi í skákheiminum.

Aðrir ofurstórmeistarar náðu að komast óskaddaðir gegnum 1. umferðina. Anish Giri, stighæsti skákmaður mótsins, lagði Norðmanninn Johan-Sebastian Christiansen, og Frakkinn MaximeVachier-Lagrave lagði Svetoslav Mihajlov, en hann er pabbi norska drengsins sem gerði hið frækilega jafntefli við Ding Liren

Afar góðar aðstæður eru á skákstað og hægt að fylgjast með mörgum skákum beint á risaskjá. Ingvar Þór Jóhannesson annaðist skákskýringar, og var meðal annars farið í saumana á sigurskák Ingibjargar Eddu og hrakförum Ding Liren.

Sjá nánar á skak.is

Ding Liren lá í valnum.
Ding Liren lá í valnum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert