Össur fundaði með litháskum kollega

Linas Linkevièius utanríkisráðherra Litháen ásamt kollega sínum Össuri Skarphéðinssyni í …
Linas Linkevièius utanríkisráðherra Litháen ásamt kollega sínum Össuri Skarphéðinssyni í Brussel. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Linas Linkevièius, utanríkisráðherra Litháens, áttu fund í Brussel í gær. Linkevièius tók við embætti í desember og undirbýr nú formennsku Litháa í Evrópusambandinu á síðari hluta árs 2013. 

Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að allt frá því Litháen endurheimti sjálfstæði sitt hafi mikill vinskapur ríkt í samskiptum Íslands og Litháens og árangursríkt samstarf verið á ýmsum sviðum.

Á fundinum í gær ræddu ráðherrarnir tvíhliða samskipti ríkjanna, stöðu ESB-aðildarviðræðna Íslands, makríldeiluna og málefni Atlantshafsbandalagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert