Ekki ástæða til að kæra

Vökudeild.
Vökudeild. AFP

Landlæknir segir að atburðarrás við fæðingu stúlku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi verið rannsökuð ítarlega hjá embættinu. Niðurstaðan sé skýr, þ.e. að heilbrigðisstarfsmönnum urðu á mistök og barnið varð fyrir vanrækslu sem leiddi mikils heilaskaða. Engir atburðir hafi þó verið þess eðlis að ástæða hafi verið fyrir embættið að kæra þá til lögreglu.

Fjallað hefur verið um málið í Kastljósi Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að Hlédís Sveinsdóttir ól stúlkubarn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi í janúar 2011. Tuttugu mínútum fyrir fæðingu hægðist mikið á hjartslætti barnsins og þegar það fæddist var stúlkan hvít og líflaus. Um hálfum sólarhring eftir fæðingu er barnið svo sent á vökudeild.

Fram kom í Kastljósi að Hlédís vilji að sjúkrahúsið verði dregið til ábyrgðar.

Vegna umfjöllunarinnar hefur landlæknir sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir að atburðarrásin hafi leitt til þess að fæðingarstofnunin tilkynnti hana sem óvænt alvarlegt atvik til landlæknis eins og lög mæla fyrir um. "Málið var rannsakað ítarlega sem leiddi til þeirrar faglegu niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní 2012.
Landlæknir beindi samtímis þeim tilmælum til heilbrigðisstofnunarinnar að Hlédís yrði boðuð til fundar þar sem farið yrði yfir atburðarásina, hún formlega beðin afsökunar á þeim mistökum og þeirri vanrækslu sem hún og nýfætt barn hennar urðu fyrir og skýrt fyrir henni til hvaða ráðstafana yrði gripið til að hindra að samskonar mistök og vanræksla endurtaki sig.

[...]

Það er mat landlæknis að engir atburðir í þessu máli hafi verið þess eðlis að ástæða hafi verið fyrir embættið að kæra þá til lögreglu. Landlæknir beitir á hinn bóginn tilteknum lögbundnum eftirlitsúrræðum þegar við á gagnvart einstökum heilbrigðisstarfsmönnum sem vanrækja starfsskyldur sínar."

Að endingu segir að niðurstöðunni hafi verið fylgt eftir af festu gagnvart stjórnendum sjúkrahússins og einstökum starfsmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert