Munu aldrei verja stjórnina

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta hef­ur ekki verið rætt í þing­flokkn­um en það er al­ger­lega úti­lokað að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verji nú­ver­andi rík­is­stjórn,“ sagði Gunn­ar Bragi Sveins­son, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, aðspurður um af­stöðu flokks­ins til van­traust­stil­lögu Þórs Sa­ari.

Gunn­ar Bragi vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyr­ir stundu.

Hann ít­rekaði að þing­flokk­ur­inn ætti eft­ir að ræða málið.

Um það leyti sem EFTA-dóm­stóll­inn kvað upp úr­sk­urð sinn í Ices­a­ve-deil­unni var orðróm­ur um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn íhugaði að leggja fram van­traust. Ekk­ert varð hins veg­ar úr því. 

Van­traust­stil­laga lögð fram

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert