Styttist í ættleiðingar barna frá Rússlandi

Það styttist væntanlega í að Íslendingar geti sótt um að …
Það styttist væntanlega í að Íslendingar geti sótt um að ættleiða börn frá Rússlandi AFP

Unnið hef­ur verið að ætt­leiðing­ar­sam­bandi við Rúss­land í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar óskaði eft­ir því við ís­lensk stjórn­völd að þau sendu form­lega beiðni til rúss­neskra stjórn­valda um ætt­leiðinga­sam­band milli land­anna.

Síðastliðinn föstu­dag fóru loka­drög að samn­ingi um alþjóðleg­ar ætt­leiðing­ar milli Íslands og Rúss­lands með hraðsend­ingu til Rúss­lands.

Í árs­lok 2011 lýsti Ser­gei Lavr­ov ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands því yfir á fundi með Öss­uri Skarp­héðins­syni ut­an­rík­is­ráðherra Íslands að Rúss­ar væru nú reiðubún­ir að gera slík­an samn­ing. Á fundi með Öss­uri lofaði hann jafn­framt að setja sína bestu menn í að ljúka samn­ingi sem fyrst.

„Íslensk ætt­leiðing var full bjart­sýni við þess­ar frétt­ir en í blaðagrein sem Össur skrifaði í des­em­ber 2011 benti hann á að „Vafa­lítið eru mörg ljón á veg­in­um ennþá sem við fé­lagi Ögmund­ur þurf­um sam­an að yf­ir­vinna.”

Össur reynd­ist þarna sann­spár, því mik­il vinna hef­ur verið lögð í það í ráðuneyt­um inn­an­rík­is- og ut­an­rík­is á Íslandi að rita samn­ing sem fer vel að lög­um beggja land­anna. Af hálfu ætt­leiðing­ar­fé­lags­ins hef­ur Elín Henrik­sen skipu­lagt þátt fé­lags­ins í þessu máli og fylgt því fast eft­ir að vinna við samn­ing­inn hafi ávalt verið of­ar­lega í for­gangs­röðinni í verk­efna­bunk­an­um hjá stjórn­sýsl­unni.

Í maí á síðasta ári fóru full­trú­ar inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins á fund með starfs­bræðrum sín­um í Rússlandi til að bera sam­an bæk­ur sín­ar og komu heim með þær fregn­ir að vel gæti orðið um ætt­leiðing­ar­sam­band að ræða milli land­anna. Ein­ung­is þyrfti að end­ur­rita fá­ein atriði og þýða samn­ing­inn.

Þess­ari vinnu er nú lokið og við höf­um ástæðu til að ætla að á næstu vik­um fáum við full­trúa rúss­neska rík­is­ins í heim­sókn til lands­ins til að und­ir­rita samn­ing­inn,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Íslenskri ætt­leiðingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert