Vantrauststillaga lögð fram

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Kosið verður um van­traust á hend­ur rík­is­stjórn­inni á Alþingi á þriðju­dag, að sögn Þórs Sa­ari þing­manns Hreyf­ing­ar­inn­ar. Í til­lögu til þings­álykt­un­ar um van­traust, sem Þór lagði fram í dag, er farið fram á að þing verði rofið eigi síðar en 28. fe­brú­ar og efnt verði til þing­kosn­inga 13. apríl. Fram að kjör­degi sitji starfs­stjórn skipuð full­trú­um allra flokka á þingi.

Þór seg­ist hafa óskað eft­ir því við for­seta Alþing­is að til­lag­an verði tek­in á dag­skrá þings­ins á þriðju­dag­inn, 26. fe­brú­ar, og verður það gert að hans sögn. Ekki náðist í Ástu R. Jó­hann­es­dótt­ur þing­for­seta til að fá þetta staðfest.

Van­traust­stil­laga Þórs er á því byggð að rík­is­stjórn­in geti ekki af­greitt frum­varp til stjórn­skip­un­ar­laga, byggt á þeim drög­um sem samþykkt var að leggja til grund­vall­ar nýrri stjórn­ar­skrá í þjóðar­at­kvæðagreiðslu 20. októ­ber.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir Þór að lýðræðis­um­bæt­ur sem lofað hafi verið í aðdrag­anda kosn­inga hafi ekki séð dags­ins ljós og enn sé við lýði ójafn kosn­inga­rétt­ur eft­ir lands­hlut­um, ójafn­rétti í fjár­mál­um stjórn­mála­flokka og skort­ur á per­sónu­kjöri og beinu lýðræði.

„Með hliðsjón af því grund­vall­ar­atriði í lýðræðis­ríkj­um að allt vald komi frá þjóðinni virðist rík­is­stjórn­in ganga í ber­högg við aug­ljós­an vilja þjóðar­inn­ar um nýja stjórn­ar­skrá. Slíkri rík­is­stjórn er eðli máls­ins sam­kvæmt ekki stætt að vera við völd. Lagt er til að fram að kjör­degi sitj starfs­stjórn skipuð full­trú­um allra flokka á þingi í stað þess að frá­far­andi stjórn sitji sem starfs­stjórn fram að þeim tíma. Með því eru meiri lík­ur á að sátt ná­ist um mál sem varða hags­muni þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert