Árborg hættir í skólasamstarfinu

Selfoss er í Árborg.
Selfoss er í Árborg. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Árborgar ákvað í gær að segja sig úr samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi um Skólaskrifstofu Suðurlands.

Þetta er liður í breytingum sem eiga að efla skólastarf og sérfræðiþjónustu í sveitarfélaginu. Skólaskrifstofan hefur séð um alla sérfræðiþjónustu í skólum í þeim tólf sveitarfélögum sem hafa átt aðild að henni en Árborg er langstærsta sveitarfélagið.

„Auðvitað hlýtur maður að undrast afstöðu stærsta sveitarfélagsins í fjórðungnum að draga sig út úr jafnstóru sameiginlegu verkefni og þarna er um að ræða. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á rekstur skólaskrifstofunnar og spurning hvort hún verði áfram til. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það en auðvitað velta menn því fyrir sér,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í Morgunblaðinu í dag um ákvörðun Árborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert