Best borgið utan Evrópusambandsins

Bjarni Benediktsson við setningu 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í …
Bjarni Benediktsson við setningu 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Við Sjálf­stæðis­menn telj­um hags­mun­um okk­ar best borgið utan ESB. Það mat hef­ur verið í sí­felldri end­ur­nýj­un, en niðurstaðan á síðasta lands­fundi okk­ar var af­drátt­ar­laus,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í setn­ing­ar­ræðu sinni á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag.

„Verj­um viðskipta­hags­muni okk­ar í krafti EES-samn­ings­ins“

„Við verj­um mik­il­væg­ustu viðskipta­hags­muni okk­ar með aðild að innri markaðinum í krafti EES-samn­ings­ins. Hann trygg­ir aðgang fyr­ir mik­il­væg­ustu út­flutn­ingsaf­urðir okk­ar og frelsi til at­hafna á fjöl­mörg­um sviðum. Þetta er ekki galla­laus samn­ing­ur en hann hef­ur þjónað okk­ur vel og við get­um gert mun meira til að tryggja hags­muni okk­ar á grund­velli samn­ings­ins,“ sagði Bjarni.

„Sí­fellt að soga til sín völd á fleiri sviðum“

„Evr­ópu­sam­bandið er sí­fellt að soga til sín völd á fleiri sviðum. Ut­an­rík­is­ráðherra Breta lýs­ir því þannig að fólki finn­ist í sí­aukn­um mæli sem Evr­ópu­sam­bandið sé ekki þarna í þágu þess, því líður frek­ar eins og Evr­ópu­sam­bandið sé eitt­hvað sem hafi komið fyr­ir það.

Með sí­fellt minni áhrif­um þjóðþing­anna ber eng­inn beina ábyrgð gagn­vart kjós­end­um í hverju ríki fyr­ir sig. Engu að síður er á hverj­um degi rætt um að fleiri svið sam­starfs­ins verði færð und­ir sam­eig­in­leg­ar stofn­an­ir,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.

Vilja end­ur­skipu­leggja íbúðalána­markaðinn

Seg­ir sótt að öldruðum úr tveim­ur átt­um

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert