Best borgið utan Evrópusambandsins

Bjarni Benediktsson við setningu 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í …
Bjarni Benediktsson við setningu 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Við Sjálfstæðismenn teljum hagsmunum okkar best borgið utan ESB. Það mat hefur verið í sífelldri endurnýjun, en niðurstaðan á síðasta landsfundi okkar var afdráttarlaus,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.

„Verjum viðskiptahagsmuni okkar í krafti EES-samningsins“

„Við verjum mikilvægustu viðskiptahagsmuni okkar með aðild að innri markaðinum í krafti EES-samningsins. Hann tryggir aðgang fyrir mikilvægustu útflutningsafurðir okkar og frelsi til athafna á fjölmörgum sviðum. Þetta er ekki gallalaus samningur en hann hefur þjónað okkur vel og við getum gert mun meira til að tryggja hagsmuni okkar á grundvelli samningsins,“ sagði Bjarni.

„Sífellt að soga til sín völd á fleiri sviðum“

„Evrópusambandið er sífellt að soga til sín völd á fleiri sviðum. Utanríkisráðherra Breta lýsir því þannig að fólki finnist í síauknum mæli sem Evrópusambandið sé ekki þarna í þágu þess, því líður frekar eins og Evrópusambandið sé eitthvað sem hafi komið fyrir það.

Með sífellt minni áhrifum þjóðþinganna ber enginn beina ábyrgð gagnvart kjósendum í hverju ríki fyrir sig. Engu að síður er á hverjum degi rætt um að fleiri svið samstarfsins verði færð undir sameiginlegar stofnanir,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.

Vilja endurskipuleggja íbúðalánamarkaðinn

Segir sótt að öldruðum úr tveimur áttum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert