Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í Laugardalshöll í dag, en hann stendur fram á sunnudag. Fundurinn ber yfirskriftina „Í þágu heimilanna“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur fundinn kl. 17 í dag. Á sunnudaginn fer kosning formanns og tveggja varaformanna.
Alls hafa 124, þar af 59 konur og 65 karlar, boðið sig fram í átta málefnaefndir Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn bjóða sig fram í stjórnir málefnanefnda í fyrsta sinn á landsfundi samkvæmt nýjum skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Allir í flokknum geta boðið sig fram í stjórnir málefnanefnda.