Þór dregur tillögu sína til baka

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, hef­ur ákveðið að draga til­lögu sína um van­traust á rík­is­stjórn­ina til baka. Í til­kynn­ingu sem hann sendi til þing­manna seg­ir að hann hafi fengið ábend­ing­ar um „hugs­an­leg­an form­galla“ á til­lög­unni og því dragi hann til­lög­una til baka.

„For­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa farið fram á flýtimeðferð með málið og ég tel að svona mál eigi ekki að fara í flýtimeðferð,“ sagði Þór í sam­tali við mbl.is, þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði dregið til­lög­una til baka.

Þór vildi að van­traust­til­lag­an yrði tek­in til umræðu á þriðju­dag­inn í næstu viku. Þing­flokks­for­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG hafa hins veg­ar skrifað for­seta Alþing­is bréf og þar sem þess er kraf­ist að til­lag­an verði tek­in til umræðu á Alþingi strax í dag.

Þór sagði æski­legt að af­greiða svona til­lögu sem fyrst. „En sam­kvæmt þingsköp­um á svona mál að liggja frammi í tvær næt­ur áður en það er af­greitt. Þau vilja keyra málið áfram með flýtimeðferð. Ég lagði til að málið yrði ekki rætt fyrr en eft­ir helgi til að gefa þeim þannig svig­rúm til að koma fram með áætl­un um stjórn­ar­skrána. Það var minn sátta­vilji í því efni og vonaðist til að stjórn­ar­flokk­an­ir myndu taka við sér um helg­ina, en þau hafa greini­lega ein­hverj­ar aðrar hug­mynd­ir um fram­gang þessa máls.“

Útil­ok­ar ekki að til­lag­an komi fram síðar

Þór sagðist ekki hafa fengið neinn ádrátt frá stjórn­ar­flokk­un­um um að stjórn­ar­skrár­málið verði klárað fyr­ir þinglok.

„Það sem þau gerðu var að telja hausa. Þau telja að þau hafi nægi­lega mörg at­kvæði til að fella til­lög­una í dag þar sem nokkr­ir þing­menn eru er­lend­is og það næst ekki að koma þeim heim í tíma. Það er viðbúið að staðan verði önn­ur eft­ir helgi. Ég úti­loka ekki að til­lag­an kom fram eft­ir helgi. Ég legg hins veg­ar áherslu á að stjórn­in komi fram með áætl­un um lúkn­ingu stjórn­ar­skrár­máls­ins og þá er þetta mál úr sög­unni,“ sagði Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert