58,6% treysta Ólafi Ragnari

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Í könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sem var gerð nú í febrúar voru flestir, eða 58,6% þeirra sem tóku afstöðu, sem sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Traust til Ólafs Ragnars hefur aukist stöðugt frá árinu 2009 þegar það mældist 22,9%.

Hanna Birna og Katrín með meira traust en flokksformenn

Þá sögðust 47,1% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og 44,4% sögðust bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur. Það er umtalsvert hærra hlutfall en sagðist bera mikið traust til annarra stjórnmálaforingja sem mældust allir njóta lítils trausts hjá fleirum en sögðust bera mikið traust til þeirra. Fæstir, eða 14,6% þeirra sem tóku afstöðu, sögðust bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

Líkt og í fyrri mælingum þá njóta flokksformenn almennt mikils trausts meðal stuðningsmanna eigin flokka. Þannig mælast formenn Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar njóta trausts 70% til 84% stuðningsfólks eigin flokka. Formaður Sjálfstæðisflokksins sker sig aftur á móti nokkuð úr hvað þetta varðar en rétt um 50% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú segjast jafnframt bera mikið traust til hans. Þá er athyglivert að sjá að bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, sem báðar hafa verið orðaðar við formannsembætti í eigin flokkum, mælast hafa meira traust meðal eigin samflokksfólks en nokkur núverandi flokksformaður eða um og yfir 85% hvor.

Könnunin var framkvæmd dagana 19. til 21. febrúar 2013 og var heildarfjöldi svarenda 814 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára.

Nánar um könnunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert