Engin lausn að banna verðtryggingu

Verðtrygg­ing­in kom tals­vert til umræðu þegar full­trú­ar á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins báru fram spurn­ing­ar til for­ystu­manna flokks­ins í dag. For­ystu­menn­irn­ir voru sam­mála um að bann við verðtrygg­ingu lána leysti eng­an vanda held­ur þyrfti að bregðast við und­ir­liggj­andi vanda í efna­hags­kerf­inu sem skapaði þann vanda sem verðtrygg­ing­unni væri ætlað að bregðast við.

Þannig sagði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, odd­viti sjálf­stæðismanna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, að hún teldi ekki rétt að banna verðtrygg­ing­una. Það væri ódýr lausn að henn­ar mati að telja slíkt bann vera lausn og und­ir það tók Ill­ugi Gunn­ars­son, odd­viti sjálf­stæðismanna í Reykja­vík norður. Ill­ugi benti á að stóra verk­efnið framund­an í þeim efn­um væri að halda verðbólg­unni niðri. Gagn­rýndu þau fram­sókn­ar­menn fyr­ir að kalla eft­ir af­námi verðtrygg­ing­ar­inn­ar en út­lista ekki ná­kvæm­lega með hvaða hætti það ætti að ger­ast.

Þá sagði Ill­ugi að það væri ekki hlut­verk stjórn­mála­manna að hafa vit fyr­ir fólki um það hvers kon­ar lán það ætti að taka. Það gæti hentað sum­um að taka verðtryggð lán og því væri rangt að loka á þann val­kost. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, odd­viti sjálf­stæðismanna í Suður­kjör­dæmi, tók und­ir þetta og sagði að skoða þyrfti ágalla þess kerf­is sem við líði væri hér á landi og tryggja að það væri sam­bæri­legt við það sem gerðist í kring­um okk­ur. Meðal ann­ars gengi ekki að lán­veit­andi væri alltaf tryggður í bak og fyr­ir en ekki lán­tak­and­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert