Katrín verður formaður

Katrínu Jakobsdóttur hafði ekki borist mótframboð til formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þegar framboðsfrestur rann út klukkan 22 í kvöld. 

Ekki er því útlit fyrir annað en að Katrín verði næsti formaður VG en eins og fram hefur komið mun Steingrímur J. Sigfússon láta af embætti formanns að yfirstandandi landsfundi loknum. 

Þrír höfðu boðið sig fram til varaformanns en það eru þeir Þorsteinn Bergsson, bóndi, Björn Valur Gíslason, þingmaður, og Daníel Haukur Arnarsson, stjórnarmaður í ungum Vinstri grænum.

Af landsfundi VG.
Af landsfundi VG.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert