Staða Ólafs óbreytt

Ari Edwald forstjóri 365 miðla.
Ari Edwald forstjóri 365 miðla. Sverrir Vilhelmsson

Ari Edwald seg­ir stöðu Ólafs Þ. Stephen­sen, rit­stjóra Frétta­blaðsins, óbreytta, en hann sagði í dag að Jón Ásgeir Jó­hann­es­son hefði reynt að hafa áhrif á skrif um sig í blaðinu. Ari ger­ir ekki at­huga­semd við þá skoðun Ólafs að ekki hefði þurft að fá sjón­ar­mið Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar í fréttaum­fjöll­un um mál­efni tengd hon­um.  

Hann tel­ur þó að blaðamaður­inn Magnús Hall­dórs­son hafi ekki gert rétt þegar hann vakti máls á af­skipt­um Jóns Ásgeirs af fréttaum­fjöll­un á op­in­ber­um vett­vangi.

Fram kom í máli Magnús­ar, sem er viðskiptaf­rétta­stjóri Stöðvar 2 og Vís­is, að Jón Ásgeir hafi sett þrýst­ing á blaðamenn með því að koma umkvört­un­um um um­fjöll­un þeirra um hans mál á fram­færi við stjórn og æðstu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins.

Færri en þrjú til­vik á ári

Aðspurður hvort Jón Ásgeir hafi oft sett út á frétta­flutn­ing seg­ir Ari að þau til­vik séu „færri en þrjú á ári“ að meðaltali. Þau hafi hins veg­ar verið vegna þess að ekki hafi verið leitað hans sjón­ar­miða við frétta­öfl­un. „Ég tel að það hafi verið rétt­ari vinnu­brögð að leyfa Jóni Ásgeiri að koma sín­um sjón­ar­miðum að í um­fjöll­un­inni. Ég tel hins veg­ar ljóst af viðbrögðum Ólafs að hann telji að það hafi ekki verið nauðsyn­legt. Það er gott og blessað og hann hef­ur þá aðra skoðun á því,“ seg­ir Ari.

Hann seg­ir stöðu Ólafs ekki taka nein­um breyt­ing­um þó ólík sjón­ar­mið séu á lofti. „Við vilj­um hafa öfl­uga og sterka rit­stjóra sem hafa skoðanir á mál­un­um og standa keik­ir með sín­um miðlum,“ seg­ir Ari. 

Hann bend­ir á að hjá 365 miðlum séu siðaregl­ur. Í þeim seg­ir meðal ann­ars að hags­mun­ir eig­enda séu aldrei hafðir til hliðsjón­ar við vinnslu efn­is.

„Það er fínt að þessi umræða um eign­ar­haldið farið fram. All­ir eru hins veg­ar sam­mála um það, líka Magnús Hall­dórs­son, að eng­um frétt­um hafi verið breytt og eng­ar frétt­ir tekn­ar til baka vegna ut­anaðkom­andi aðila,“ seg­ir Ari.

Magnús kom­inn út fyr­ir sitt verksvið

Jón Ásgeir er yf­ir­maður þró­un­ar­verk­efna hjá 365, sem m.a. á og rek­ur frétta­stofu Stöðvar 2, Vísi og Frétta­blaðið. Í pistli sín­um læt­ur Magnús þá skoðun sína í ljós að hann telji að Jón Ásgeir eigi að víkja úr starfi „á meðan óvissu er eytt fyr­ir dóm­stól­um um hvort hann sé stór­felld­ur hvít­flibba-glæpa­maður eða ekki“.

Ari tel­ur að Magnús sé þarna kom­inn út fyr­ir verksvið sitt sem blaðamaður. „Mér finnst Magnús ganga ansi langt þegar hann seg­ir blaðamenn hafa rétt á því að hlut­haf­ar eða, aðilar tengd­ir hlut­höf­um eða þeir sem hafa með rekst­ur fé­laga að gera, haldi sig frá störf­um um ein­hvern tíma,“ seg­ir Ari. 

„Mér finnst al­veg frá­leitt að gera þá kröfu að Jón Ásgeir haldi sig frá viðskipta­verk­efn­um fé­lags­ins þó hann sé um­deild­ur. Með svona skrif­um eru menn komn­ir langt út fyr­ir hlut­verk rit­stjórna,“ seg­ir Ari.  

Eng­in eft­ir­mál

Ari ger­ir einnig at­huga­semd við það hvernig Magnús kom mál­inu á fram­færi. „Það ligg­ur al­veg fyr­ir að ég tel að menn eigi að fyrst að koma umkvört­un­ar­efn­um sín­um á fram­færi inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Ég tel ekki rétt að gera áhlaup á op­in­ber­um vett­vangi. Ég kann­ast ekki við að Magnús hafi komið nein­um ábend­ing­um við sína yf­ir­menn á fram­færi og hann hef­ur eng­um ábend­ing­um komið á fram­færi við mig. Ég tel að það hefði verið betra fyr­ir hann að taka á þessu inn­an fyr­ir­tæk­is­ins áður en hann tæki svo stórt upp í sig í þess­ari grein,“ seg­ir Ari. 

Ari seg­ir að málið muni ekki hafa nein eft­ir­mál fyr­ir Magnús. „Umræðan um af­skipti eig­enda er góð og ég er ekki að segja að málið muni hafa ein­hver eft­ir­mál fyr­ir hann. Við erum ekki viðkvæm fyr­ir umræðu. Þessi mál þarf að ræða með rök­um og hvort farið sé eft­ir réttu verklagi,“ seg­ir Ari.    

Ólafur Stephensen
Ólaf­ur Stephen­sen
Magnús Halldórsson viðskiptafréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis.
Magnús Hall­dórs­son viðskiptaf­rétta­stjóri Stöðvar 2 og Vís­is. mbl.is/​Golli
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert