Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að leitað verði álits þjóðarinnar um það hvort haldið verði áfram með aðildarumsókn að ESB.
Þetta kom fram í ræðu Ögmundar í almennum stjórnmálaumræðum á landsfundi Vinstri grænna sem haldinn er á Hotel Nordica nú í kvöld.
Sagði hann í stuttri ræðu að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir hve aðildarviðræður myndu dragast á langinn. Vill hann að umboð til viðræðna verði endurnýjað.