Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti fyrir stundu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli hætt og þær ekki hafnar á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Borin var upp tillaga um að aðildarviðræðurnar við ESB séu það langt komnar að það borgi sig að ljúka þeim og var hún felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Þá var borin upp tillaga þar sem áréttað er að aðildarviðræðum við ESB skuli hætt og þær ekki hafnar á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu og var hún sem fyrr segir samþykkt.