Marga flugmenn mun vanta á næstu árum

Gert er ráð fyrir að flugfarþegar muni meira en tvöfaldast …
Gert er ráð fyrir að flugfarþegar muni meira en tvöfaldast á næstu 20 árum. Það skapar mikla eftirspurn eftir flugmönnum og öðrum starfsmönnum tengdum flugi. Rax / Ragnar Axelsson

Á næstu 20 árum mun fjöldi flugfarþega meira en tvöfaldast, þar sem vaxandi millistétt í Kína, Indlandi og öðrum nýmarkaðsríkjum ýtir undir mestu aukninguna. Svokölluðum flugstórborgum mun einnig fjölga mikið og gert er ráð fyrir að bæði Helsinki og Kaupmannahöfn bætist í hóp þeirra borga sem verða stærstar á þeim vettvangi. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Andrews Gordons, yfirmanns markaðsrannsókna hjá Airbus, á fundi á Grand hóteli á föstudaginn. 

Sagði Gordon að velta fluggreinarinnar í heild væru 2.200 milljarðar Bandaríkjadollara. Það myndi setja iðnaðinn í nítjánda sæti yfir landsframleiðslu ef miðað væri við lönd heimsins.

Spáir Airbus um 4% aukningu í flugumferð á ári hverju næstu 20 árin á Íslandi, en það er mesta aukningin á Norðurlöndum. Aftur á móti verður hraðasta uppbyggingin í nýmarkaðslöndum, eins og Indlandi og Kína. Þar er gert ráð fyrir því tæplega fimmföldun í fólks- og vöruflutningi á næstu 20 árum. 

Þetta sést meðal annars á gífurlegri þéttbýlisvæðingu í löndunum, en slíkt stækkar almennt millistéttina, sem þar með hefur meiri fjárhagslega möguleika á ferðalögum. Hækkandi landsframleiðsla á hvern íbúa hefur einnig mikið að segja.

Þessi mikla fjölgun býr til mikil tækifæri að mati Gordons. Segir hann að fjölga þurfi flugmönnum mikið í greininni á komandi árum og þar séu tækifæri fyrir ungt fólk. „Við erum oft spurð að því hvort skortur á flugmönnum muni halda aftur af fjölgun í greininni. Ég tel að þetta sé tækifæri fyrir bæði fyrirtæki til að setja upp kennslu og æfingaraðstöðu og fyrir ungt fólk til að fara út í fluggeirann. Ef flugflotinn mun tvöfaldast, þá þýðir það meira en tvöföldun á flugmönnum þar sem meira en eitt par er á hverja vél. Á komandi árum verður því klárlega nóg að gera í þessum bransa.“ 

Hér sést graf yfir áætlaða aukningu Kínverja og Indverja á …
Hér sést graf yfir áætlaða aukningu Kínverja og Indverja á næstu 20 árum með tilliti til aukinnar landsframleiðslu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert