Betur borgið utan ESB

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Frjáls­ræði í viðskipt­um og versl­un, alþjóðleg sam­vinna og ábyrg ör­ygg­is- og varn­ar­stefna eru þrjár meg­in­stoðir í álykt­un ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þá álykt­ar nefnd­in að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Teit­ur Björn Ein­ars­son kynnti á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir stundu drög að álykt­un um ut­an­rík­is­mál sem nefnd­in af­greiddi í gær.

Að sögn Teits Björns byggj­ast til­lög­urn­ar á sömu stefnu og í síðustu álykt­un lands­fund­ar. „Það eru eng­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar í þess­um drög­um,“ sagði Teit­ur Björn.

Áfram sé gert ráð fyr­ir því að meg­in­stoðir ut­an­rík­is­stefn­unn­ar bygg­ist á frjáls­ræði í viðskipt­um og versl­un, alþjóðlegri sam­vinnu og ábyrgri ör­ygg­is- og varn­ar­stefnu.

Hugað að norður­slóðum 

Teit­ur Björn upp­lýsti jafn­framt að í álykt­un síðasta lands­fund­ar hefði verið kafli um norður­slóðir en nefnd­in ákvað nú að það væri rétt að bæta þessu mál­efni við og taka það til sér­stakr­ar skoðunar. Þannig sé gætt að þeim tæki­fær­um sem breyt­ing­ar á norður­slóðum feli í sér, þar með talið efna­hags­leg­um tæki­fær­um sam­fara nýt­ingu auðlinda. „Jafn­framt þurf­um við að geta brugðist við þeim ógn­um sem þetta get­ur haft í för með sér, sér­stak­lega á sviði ut­an­rík­is­mála,“ sagði Teit­ur Björn.

Hann vék einnig að viðskipta­samn­ingi ESB og Banda­ríkj­anna. Legg­ur nefnd­in til að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki af­stöðu til samn­ings­ins, sem geti reynst „gríðarlega mik­il­væg­ur“.  Ísland skuli ásamt EFTA-ríkj­un­um kanna hvort hægt sé að koma að því borði.

Þá skuli skoða að fella niður tolla frá ríkj­um sem Ísland á fríversl­un­ar­samn­inga við. Enn­frem­ur styður nefnd­in tveggja ríkja lausn Ísra­els og Palestínu og var samstaða um þetta atriði.

Geri hlé á aðild­ar­viðræðum

Varðandi ESB og EES sagði Teit­ur Björn að „aðal­atriðið [væri] að sú stefna sem mörkuð var á síðasta lands­fundi [sé] óbreytt, við árétt­um þá stefnu.“

Sem fyrr seg­ir tel­ur nefnd­in að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Áréttað er að gera skuli hlé á aðild­ar­viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið og þær ekki hafn­ar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Þá upp­lýsti Teit­ur Björn að Kjart­an Gunn­ars­son og Björn Bjarna­son hefðu lagt fram bók­un þar sem mót­mælt er starf­semi Timo Summa, sendi­herra ESB á Íslandi, og viðleitni hans til að hafa áhrif á ís­lensk stjórn­mál. Samþykkti nefnd­in að lagt yrði til að kynn­ing­ar­skrif­stofu ESB á Íslandi, Evr­ópu­stofu, yrði lokað. „Þessi viðbót var á end­an­um samþykkt,“ sagði Teit­ur Björn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert