Katrín Jakobsdóttir var kjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á landsfundi flokksins. Hún fékk 98% atkvæða.
404 höfðu rétt til að kjósa á landsfundinum, 249 greiddu atkvæði, en Katrín fékk 245 atkvæði. 4 seðlar voru auðir.
Katrín var ein í kjöri. Hún hefur verið varaformaður VG síðan 2003.
„Að taka við formennsku í stjórnmálaflokki getur aldrei orðið hversdagslegur viðburður í lífi neinnar manneskju. Það er ekki sjálfgefið að taka stökkið, en ég geri það í von um að ég geti gert hreyfingunni gagn og þó fyrst og fremst öllu fólkinu í þessu landi,“ sagði Katrín.
Katrín þakkaði forvera sínum, Steingrími J. Sigfússyni, fyrir gott samstarf og fyrir öll hans góðu verk. Hún sagðist ekki gefa mikið fyrir tal um aftursætis- eða framsætisbílstjóra. „Því Vinstrihreyfingin - grænt framboð er rúta!“