Kristin gildi ráði við lagasetningu

Sjálfstæðismenn vilja að öll lagasetning á Íslandi taki mið af …
Sjálfstæðismenn vilja að öll lagasetning á Íslandi taki mið af kristnum gildum og hefðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Öll laga­setn­ing á Íslandi skal ávallt taka mið af kristn­um gild­um og hefðum þegar það á við, sam­kvæmt álykt­un sem samþykkt var á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag. 

Í álykt­un­inni, sem drög voru lögð að í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd lands­fund­ar, seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn telji að krist­in gildi séu þjóðinni til góðs „nú sem aldrei fyrr“ og að hlúa beri að kirkju og trú­ar­lífi. 

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill standa vörð um þjóðkirkju Íslands sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ seg­ir í álykt­un­inni sem samþykkt var. Jafn­framt að lands­fund­ur telji mik­il­vægt að rík­is­valdið standi full skil á fé­lags­gjöld­um (sókn­ar­gjöld­um) þjóðkirkj­unn­ar og annarra trú­fé­laga. 

Óánægja meðal ungra sjálf­stæðismanna

Ung­ir sjálf­stæðis­menn beittu sér fyr­ir því á lands­fund­in­um í dag að ákvæði um að öll laga­setn­ing skuli taka mið af kristn­um gild­um og hefðum yrði fellt út, en sú til­laga var felld naum­lega og álykt­un­in samþykkt óbreytt.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formaður Heimdall­ar, seg­ist á face­book síðu sinni í kvöld vera hneyksluð á því að lands­fund­ur hafi samþykkt álykt­un­ina í þess­ari mynd. „Laga­setn­ing á aldrei að taka mið af trú­ar­brögðum og þing­menn eiga alltaf að vera þing­menn ein­stak­linga ekki trú­ar­bragða.“

Í stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins Íslands er kveðið á um að hin evangelíska lút­erska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og rík­is­valdið skuli styðja hana og vernda. Að öðru leyti seg­ir um trú­mál í stjórn­ar­skránni að all­ir eigi rétt á að iðka trú sína í sam­ræmi við sann­fær­ingu hvers og eins. All­ir skuli vera jafn­ir fyr­ir lög­um og njóta mann­rétt­inda án til­lits til trú­ar­bragða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert