„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur,“ segir í sáttatillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um aðgerðir í húsnæðismálum.
Leitað var afbrigða til að hægt væri að bera tillöguna undir fundargesti. Var það samþykkt með öllum atkvæðum nema þremur.
Ólafur Arnarson og Ólafur Klemensson voru flutningsmenn tillögu um aðgerðir í þágu skuldara, þ.e. afskriftir til handa þeim er fóru verst út úr verðbólguskotinu eftir efnahagshrunið.
Sáttatillaga var samþykkt og urðu þar með tillögur sem ganga lengra úr sögunni. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema sjö.
Eins og mbl.is hefur sagt frá eru skiptar skoðanir um það á landsfundinum hversu langt beri að ganga í þessum efnum.