Bjarni þakklátur sjálfstæðismönnum

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég segi það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég hlakka til að vinna með ykkur hverju og einu í kosningunum - í þágu heimilanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann þakkaði gestum landsfundar flokksins stuðninginn fyrir stundum. Bjarni var endurkjörinn með yfirburðum.

„Kæru vinir. Það er mikill heiður að fá að leiða þennan flokk okkar, lang öflugasta og stærsta stjórnmálaflokkinn á Íslandi, inn í þessar mikilvægu kosningar sem eru fram undan. Fyrir þetta traust er ég gríðarlega þakklátur hverju og einu ykkar hér inni. Sjálfstæðisstefnan er lifandi og hún þróast, þroskast með okkur. Við erum hér komin saman með grunngildin sem okkar leiðarljós til þess að tryggja að við getum mætt kröfum þjóðfélagsins eins og þær eru á hverjum tíma. Það erum við að gera hér í dag og höfum verið að gera allan þennan landsfund, að slípa til og skerpa stefnuna. Það er að ganga vel. Við erum ekki flokkur sem hræðist skoðanaskipti. Við sköpum vettvang fyrir skoðanaskipti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert