Bjarni þakklátur sjálfstæðismönnum

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég segi það frá mín­um dýpstu hjartarót­um að ég hlakka til að vinna með ykk­ur hverju og einu í kosn­ing­un­um - í þágu heim­il­anna,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar hann þakkaði gest­um lands­fund­ar flokks­ins stuðning­inn fyr­ir stund­um. Bjarni var end­ur­kjör­inn með yf­ir­burðum.

„Kæru vin­ir. Það er mik­ill heiður að fá að leiða þenn­an flokk okk­ar, lang öfl­ug­asta og stærsta stjórn­mála­flokk­inn á Íslandi, inn í þess­ar mik­il­vægu kosn­ing­ar sem eru fram und­an. Fyr­ir þetta traust er ég gríðarlega þakk­lát­ur hverju og einu ykk­ar hér inni. Sjálf­stæðis­stefn­an er lif­andi og hún þró­ast, þrosk­ast með okk­ur. Við erum hér kom­in sam­an með grunn­gild­in sem okk­ar leiðarljós til þess að tryggja að við get­um mætt kröf­um þjóðfé­lags­ins eins og þær eru á hverj­um tíma. Það erum við að gera hér í dag og höf­um verið að gera all­an þenn­an lands­fund, að slípa til og skerpa stefn­una. Það er að ganga vel. Við erum ekki flokk­ur sem hræðist skoðana­skipti. Við sköp­um vett­vang fyr­ir skoðana­skipti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka