Hanna Birna fékk 95% atkvæða

Hanna Birna Kristjánsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Alls hlaut Hanna Birna 95% gildra atkvæða en hún tekur við embættinu af Ólöfu Nordal.

Hanna Birna fylgir þar með eftir glæsilegri kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember.

Hanna Birna hlaut 1.120 atkvæði af 1.179 gildum atkvæða.

Auð og ógild atkvæði voru 49.

Aðrir fengu færri atkvæði en enginn bauð sig fram gegn Hönnu Birnu.

Eftir kosninguna í nóvember tilkynnti hún kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að hún óskaði eftir því að leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Hanna Birna er 46 ára gömul, fædd í október 1966.

Hún var borgarstjóri Reykjavíkur 2008 til 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert