Leggjast gegn afskriftum

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Ill­ugi Gunn­ars­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mælti gegn þeirri til­lögu sem kom fram í efna­hags- og viðskipta­nefnd á lands­fundi flokks­ins, að ráðist yrði í að lækka höfuðstól verðtryggðra og óverðtryggðra lána sem þönd­ust út eft­ir hrun. Pét­ur H. Blön­dal tók í svipaðan streng.

Ill­ugi benti á að geng­is­tryggð lán hefðu verið dæmd ólög­leg og vext­ir þeirra færðir niður. Því væri vand­séð hvernig út­færa ætti þessa aðgerð. Þá rifjaði Pét­ur upp þau um­mæli Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, nýs for­manns VG, um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði lagt fram óá­byrg kosn­ingalof­orð. Slík gagn­rýni mætti aldrei vera á rök­um reist.

Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði heppi­legra að nota skatt­kerfið til að hjálpa þeim um 18.000 ein­stak­ling­um/​heim­il­um sem hefðu lent í skulda­vanda sök­um þess að eigið fé væri orðið nei­kvætt. Pét­ur ít­rekaði að erfitt væri að fá ná­kvæm­ar töl­ur um um­fang skulda­vand­ans en hon­um reiknaðist til að um væri að ræða 90 millj­arða króna hjá þeim lán­tak­end­um sem verst hefðu farið út úr hrun­inu. 

Þá taldi Pét­ur að frek­ar væri um að ræða greiðslu­vanda en skulda­vanda enda hefðu tekj­ur minnkað og skatt­ar hækkað þannig að marg­ir ættu orðið erfitt með að ná end­um sam­an.

Þórólf­ur Hall­dórs­son mælti einnig gegn af­skrift­um og sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn aðeins lofa því sem hann gæti staðið við.

Hreiðar Örn Gests­son steig einnig í pontu er hann and­mælti þeirri skoðun Pét­urs að af­skrift­ir skulda kæmu leigj­end­um til góða. Sam­hengi væri milli leigu­verðs og þeirr­ar lána­byrði sem hvíldi á hús­næðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert