Unir niðurstöðunni um ESB

Katrín Jakobsdóttir er nýkjörinn formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir er nýkjörinn formaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jak­obs­dótt­ir, ný­kjör­inn formaður Vinstri grænna, tel­ur far­sælla að leita álits þjóðar­inn­ar um hvort halda skuli áfram viðræðum um aðild að ESB. Hún seg­ist þó vel geta unað við niður­stöðu flokks­systkina sinna.

Á lands­fundi VG í dag var samþykkt álykt­un um að ljúka skuli aðild­ar­viðræðum vð ESB en að ferl­inu verði sett tíma­mörk, t.d. eitt ár frá kosn­ing­um. „Niðurstaðan kom að ein­hverju leyti á óvart miðað við þá umræðu sem hef­ur verið inn­an flokks­ins. Ég talaði frek­ar fyr­ir mála­miðlun eins og til­laga Árna Þórs bar með sér,“ seg­ir Katrín.

„Niðurstaðan sýn­ir ein­fald­lega að það er vilji meðal fólks­ins í flokkn­um að standa að baki þeirri ákvörðun sem tek­in var um að sækja um aðild. Því er hér verið að árétta að ekki er um stefnu­breyt­ingu að ræða.“

Þingmaður­inn Árni Þór Sig­urðsson bar upp til­lögu þess efn­is að efnt yrði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald viðræðna. Fékk sú til­laga 46% at­kvæða og laut í lægra haldi fyr­ir til­lögu um að ljúka viðræðum.

„Lang­flest­ir sem tóku til máls á fund­in­um eru and­snú­in inn­göngu í ESB. Þó að ég hafi verið þeirr­ar skoðunar að far­sælla hefði verið að leita álits þjóðar­inn­ar þá er niðurstaða lands­fund­ar lýðræðis­leg og því fer fjarri að það sé erfitt sé að verja hana. Því get ég vel staðið með og unað þess­ari niður­stöðu,“ seg­ir Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert