14 stiga hiti á Seyðisfirði

Það er búið að vera hlýtt á Akureyri í dag.
Það er búið að vera hlýtt á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

14 stiga hiti var á Seyðis­firði í morg­un. Þor­steinn V. Jóns­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir að hiti í dag verði ná­lægt lands­dæg­ur­meti, en það er 15 stig. Spáð er kóln­andi veðri og hörðu frosti á sunnu­dag­inn.

Búið er að vera mjög hlýtt hér á landi alla síðustu viku og raun­ar er búið að vera milt veður frá miðjum þess­um mánuði. Flest bend­ir til að dag­ur­inn í dag verði sá hlýj­asti í þess­um hlý­indakafla. Á Ak­ur­eyri mæld­ist um 12 stiga hiti snemma í morg­un. Kl. 11 í morg­un var 14 stiga hiti á Seyðis­firði og 12,8 stiga hiti á Staðar­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu.

Þor­steinn seg­ir að þessi hlý­indakafli sé brátt á enda. Það kólni á morg­un og á miðviku­dag­inn geri frost um norðan- og aust­an­vert landið. Hann seg­ir að það hlýni síðan aðeins á föstu­dag­inn, en kólni síðan aft­ur um helg­ina. Á sunnu­dag­inn verði norðanátt og mikið frost um allt land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert