Ármúlaskóli fær tæki til örvunar og hæfingar fjölfatlaðra nemenda

Frá afhendingu skynörvunarbúnaðarins í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Frá afhendingu skynörvunarbúnaðarins í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti í dag fyrir hönd Sunnusjóðs Fjölbrautaskólanum við Ármúla skynörvunarbúnað handa fjölfötluðum nemendum.

Í fréttatilkynningu frá stjórn Sunnusjóðs segir að sérnámsbrautin í FÁ sé móðurbraut fyrir fjölfatlaða nemendur. Stór hluti nemenda á brautinni þurfi mikla aðstoð við nám og allar athafnir daglegs lífs.

Alls sé 31 nemandi á námsbrautinni og munu 9-10 úr þeim hópi fara í skipulega skynörvunartíma þar sem umrædd námsgögn verða notuð í kennslunni. Með tilkomu þeirra á brautina geti skólinn boðið nemendum betur upp á innihaldsríkt nám sem nýtist þeim á meðan þeir eru við nám við skólann og vonandi einnig inn í framtíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert