Ekki meirihluti fyrir ESB næsta kjörtímabil

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundinum um helgina.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundinum um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur að ekki muni mynd­ast skýr meiri­hluta­vilji fyr­ir því á meðal þjóðar­inn­ar að stefna skuli að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Lands­fund­ur flokks­ins samþykkti álykt­un um að hætti skuli viðræðunum og þær ekki tekn­ar upp á ný nema með þjóðar­at­kvæði.

Þá seg­ir í álykt­un ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið utan ESB.

Geng­ur það lengra en álykt­un flokks­ins frá 2011 þar sem sagði að gera bæri hlé á viðræðum og þær ekki tekn­ar upp á ný nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þá sagði í álykt­un­inni 2011, líkt og nú, að það þjónaði ekki hags­mun­um Íslands að ganga í ESB.

Spurður hvort hann telji að álykt­un­in á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins um helg­ina muni styrkja víg­stöðu flokks­ins í kosn­inga­bar­átt­unni framund­an seg­ir Bjarni ekki horft til skoðanakanna í þessu efni.

Málið snú­ist um póli­tíska sann­fær­ingu.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur kom­ist að sinni niður­stöðu al­veg óháð því sem hann tel­ur lík­leg­ast til vin­sælda. Sjálf­stæðis­fólk fylg­ir sinni sann­fær­ingu. Þetta er stefna sem er trú­verðug. Hún hef­ur verið hin sama í mjög lang­an tíma. Það er aðeins hert upp á henni en þetta er eng­in grund­vall­ar­breyt­ing.

Það skipt­ir öllu að flokk­ar sem vilja halda sig utan Evr­ópu­sam­bands­ins skili því til kjós­enda að þeir ætli ekki að eiga í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið nema að það byggi þá á skýr­um meiri­hluta­vilja þjóðar­inn­ar. Og ég tel að það sé mjög langt frá því að það hafi verið til­fellið þetta kjör­tíma­bil. Og ég tel að það muni ekki held­ur ger­ast á næsta kjör­tíma­bili.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert