ESB-ályktanir flokksþinga hvor í sína áttina

Nýkjörin forysta á landsfundi (f.v.) Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson …
Nýkjörin forysta á landsfundi (f.v.) Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Ómar

Staðan í Evr­ópu­mál­un­um breytt­ist um helg­ina með því að full­trú­ar lands­funda Sjálf­stæðis­flokks­ins og Vinstri grænna samþykktu álykt­an­ir sem ganga í ólík­ar átt­ir.

Samþykkt var á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins 2011 að gera skyldi hlé á viðræðunum við ESB og ekki hefja þær á ný nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Gengið var lengra í álykt­un sem samþykkt var um helg­ina en þar seg­ir að viðræðunum skuli hætt og þær ekki hafn­ar á ný nema meiri­hluti þjóðar­inn­ar hafi samþykkt það.

Á lands­fundi Vinstri grænna studdi Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem kjör­in var formaður á fund­in­um, til­lögu um að leitað skyldi álits hjá þjóðinni um hvort viðræðum við ESB skyldi fram haldið. Var til­lag­an felld en önn­ur til­laga samþykkt um að ljúka viðræðum en þó inn­an tím­aramma.

Sjá nán­ar ít­ar­lega um­fjöll­un um báða lands­fund­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert