„Fagna þeirri afstöðu landsfundar“

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er sammála grunnstefinu sem fram kemur í ályktun Vinstri grænna. Landsfundur ítrekaði fyrri afstöðu sína um andstöðu við Evrópusambandið,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur á Alþingi í dag.

Þar var hann spurður að því hvaða afstöðu hann hefði til ályktunar landsfundar Vinstri grænna um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Flokkurinn ályktaði að klára bæri aðildarviðræðurnar.

„Því er ég hjartanlega sammála“

Ráðherrann sagði grunnstefnið í ályktuninni vera þá að hagsmunum Íslands væri best borgið utan Evrópusambandsins. „Því er ég hjartanlega sammála og á einu máli og fagna þeirri afstöðu landsfundar Vinstri grænna,“ sagði Ögmundur.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert