„Ég er sammála grunnstefinu sem fram kemur í ályktun Vinstri grænna. Landsfundur ítrekaði fyrri afstöðu sína um andstöðu við Evrópusambandið,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur á Alþingi í dag.
Þar var hann spurður að því hvaða afstöðu hann hefði til ályktunar landsfundar Vinstri grænna um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Flokkurinn ályktaði að klára bæri aðildarviðræðurnar.
Ráðherrann sagði grunnstefnið í ályktuninni vera þá að hagsmunum Íslands væri best borgið utan Evrópusambandsins. „Því er ég hjartanlega sammála og á einu máli og fagna þeirri afstöðu landsfundar Vinstri grænna,“ sagði Ögmundur.