Þyrlan lent í Fossvogi með fólkið

Fjórir af þeim fimm sem bjargað var úr bílnum við …
Fjórir af þeim fimm sem bjargað var úr bílnum við Landmannalaugar í kvöld ásamt flugmanni. mbl.is/Golli

Þyrla Landhelgisgæslunnar sem sótti fimm manns í Landmannalaugar í kvöld er nú lent við Landspítala í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni amar ekkert að fólkinu, en einn ferðalanganna var þó orðinn nokkuð kaldur þegar þyrluna bar að garði. Um var að ræða fjóra erlenda ferðamenn ásamt Íslendingi.

Fólkið lenti í vandræðum í dag við Landmannalaugar þegar það ætlaði sér að aka yfir á sem oftast er ekki mjög vatnsmikil. Það hringdi í neyðarlínuna kl. 17.08.

Fimmmenningarnir urðu að bjarga sér upp á þak bifreiðarinnar þar sem vatn tók að flæða inn í hana þegar hún fór á kaf í ánni.

Þyrlan fór í loftið kl. 17.35 og var komin á staðinn kl. 18.46. Fólkið var allt komið um borð í þyrluna 12 mínútum síðar, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

Fólkið komið um borð í þyrluna

Fimm menn fastir á þaki bifreiðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka