Kappsmál að efla heimahjúkrun

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir.

Sérstök umræða um stöðu og uppbyggingu hjúkrunarrýma fór fram á Alþingi í dag.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist hafa heyrt úr eigin kjördæmi að mikil skekkja væri í tölum um biðlista eftir hjúkrunarrýmum og spurði hún Guðbjart Hannesson velferðarráðherra hvort myndin sem horft væri á væri skökk, þ.e. hvort einstaklingar á dvalarrýmum væru inni í þessum tölum. Óskaði hún jafnframt eftir því að ráðherrann skýrði frá því hvar þessi stóri vandi, að það þyrfti að fara út í uppbyggingu, væri í forgangslistanum og hvort verið væri að gera áætlun á vegum ráðuneytisins um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ef svo hvar vinna við slíka áætlun væri stödd í dag.

Að sögn Guðbjarts voru hjúkrunarrými hér á landi alls 2446 talsins í fyrra. Hinsvegar var þörfin meiri og sagði hann vanta um 232 rými. Þá sagði hann að biðtíminn á þessum hefði verið rétt rúmir 9 mánuðir. Þá sagði hann að aðeins þrír einstaklingar á dvalarrými væru inni í þessum tölum. Þá sagði Guðbjartur einnig að það hefði verið kappsmál stjórnvalda undanfarin ár að efla heimahjúkrun aldraðra.

"Þörf fyrir framtíðaruppbyggingu hjúkrunarrýma ræðst einnig af því að þjóðin er að eldast," sagði Guðbjartur í ræðu sinni í dag. Sagði hann að aftur á móti bæri að líta til þess að eftir því sem heimahjúkrun færðist í aukanna þá drægi úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarrými. Þá sagði hann ákveðin vonbrigði að sum af þeim hjúkrunarheimilum sem áætlað hefði verið að byggja hefðu ekki enn komist í byggingu.

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert