Náttúran og öryggi dregur fólk til Íslands

Þessi orðablaðra sýnir að Ísland er vinsælt.
Þessi orðablaðra sýnir að Ísland er vinsælt.

Ísland er í 7. sæti yfir bestu áfangastaði heims ef marka má niðurstöðu könnunar ferðavefsins Lonely Planet. Áfangastaðir voru metnir út frá þáttum og var það náttúran sem kom Íslandi ofarlega á listann.

Bútan er besti áfangastaður heims að mati lesenda Lonely Planet. Þegar kemur að mat er best að ferðast til Ítalíu. Ísland kemst ekki á lista hvað þann þátt varðar.

Sé litið til ævintýralegrar upplifunar er vænlegast að fara til Nýja-Sjálands en Ísland er sjötta besta landið til að heimsækja vilji fólk lenda í ævintýrum.

Taíland er peninganna virði, áhugaverðustu menningarstaðirnir eru í Kambódíu en sé litið til náttúrunnar eru það Kosta Ríka og Ísland sem verma toppsætin.

Þá þykir Ísland öruggur staður til að ferðast um. Aðeins Japan þykir öruggara að mati lesenda Lonely Planet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert